Skilmálar

Skilmálar

Skilmálann staðfestir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

Seljandi er Granít Verk ehf., kt. 570821-0590 Vsk.nr. 142286, Lyngás 18, Garðabær. Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla á www.granitverk.is.


Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, granitverk.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Til þess að tryggja rétt bæði kaupanda sem og seljanda höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðskipti (lög nr. 77/2000, nr. 30/2002 og nr. 48/2003). 
 

Almennt

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. , Í vefverslum birtast í sumum tilfellum mynd af vöru með viðbótarvörum,  en valin söluvara telst alltaf sú sem kaupandi velur og kemur fram  í vöruheiti eða lýsingu í söluferlinu. Granít Verk ehf. áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. 
 

Verð 

Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara. Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjald, uppsetningu á Höfuðborgarsvæðinu. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 
 

Pöntun vöru

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði granitverk.is telst hún bindandi milli aðila. Kaupandi fær pöntunarstaðfestingu senda á netfang sem gefið var upp við pöntun. Kaupandi er hvattur til þess að kanna sérstaklega hvort að pöntunarstaðfesting hafi borist frá seljanda og hvort hún sé í samræmi við pöntun hans. 

Greiðsla 

Mögulegt er að greiða fyrir vörukaup með kortum (Mastercard og Visa), Vaxtalausu Kortaláni Saltpay, Pei, og Netgíró. Greiðslan fer fram í gegnum örugga afgreiðslu Saltpay  Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

Varan er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikingsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda. 
 

Afhending vöru 

Við bjóðum uppá uppsetningu allt árið

Frí sending er á öllum vörum á þjónustustöðvar Flytjanda og Landfluttninga um allt land. Uppsetningar utan höfuðborgarsvæðis er gegn akstursgjaldi.

Þegar að vara kemur til landsins mun kaupandi fá staðfestingapóst um komu vöru til landsins.  Við einsetjum okkur að afhenda og setja vöruna upp á Höfuðborgarsvæðinu innan við mánuði eftir komu til landsins. Einnig er boðið upp á uppsetningu í nágrenni Höfuðborgarsvæðinsinsn og á Norðurlandi gegn vægu gjaldi.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur 

Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum Granitverk.is hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru frá því að hann fær hana afhenta, ef vara er ekki í endursöluhæfu ástandi rýrnar verðgildi vörunnar og er kaupandi ábyrgur fyrir þeirri rýrnun.

Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru skal hann tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins. Skal viðskiptavinur senda tölvuskeyti á granitverk@granitverk.is

Granít Verk ehf. sendir viðskiptavin kvittun fyrir móttöku uppsagnarinnar og endurgreiðir vöruna við fyrsta tækifæri en aðeins ef kaupandi getur sýnt fram á að varan sé keypt af seljanda. Upphæð endurgreiðslu skal vera sú sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu þó eru flutnings- og póstburðargjöld ekki endurgreidd. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vörur sem er skipt/skilað. Ekki er tekið við skilavöru séu þær sendar með póstkröfu. 

Galli 

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturkall kaupa. Tilkynning á galla verður að berast skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka. Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta.

Ef söluhlut er áætlaður lengri líftími en almennt gerist er frestur til að gera athugasemd 5 ár. Ábyrgð er ekki staðfest nema kaupandi geti sýnt fram á að vara sé keypt hjá seljanda. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á vöru.  Hægt er að senda póst á granitverk@granitverk.is til að tilkynna galla á vöru. Úrskurðaraðili sem kaupandi getur leitað til vegna ágreinings er Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa http://www.kvth.is

Trúnaður 

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 
 

Höfundarréttur

Allt efni á vefsvæði granitverk.is er eign Granít Verk ehf.  granitverk.is er skráð vörumerki og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis. 
 

Lögsaga og varnarþing 

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 
 

Upplýsingar um seljanda 

Nafn: Granít Verk ehf. 

Heimilisfang: Lyngás 18, 210, Garðabær

Sími: 888-0058

Netfang: granitverk@granitverk.is          

Kennitala: 570821-0590

Vsk. númer. 142286

Félagið er skráð hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. 

 

Granít Verk ehf. býður upp á fjölbreytt úrval legsteina úr graníti, allt frá einföldum og tvöföldum legsteinum, upp í skrautlega steina þar sem við bjóðum einnig uppá hágæða laser ígrafningar. Í vefverslun okkar er hægt að finna úrval af legsteinum/blómarömmum/beðrömmum/ljósaluktum og blómavösum. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að er hægt að sérpanta legsteina eftir óskum hvers og eins. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Granít hentar sérstaklega vel í legsteina þar sem það þolir hvað best íslenska veðrun.